Þessa stundina eigast Arsenal og Sporting Lisbon við í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og í þeim leik leit dagsins ljós hreint út sagt stórkostlegt mark Pedro Goncalves, leikmanns Sporting.
Arsenal komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Granit Xhaka og stóðu leikar 1-0 í hálfleik.
Snemma í síðari hálfleik barst boltinn hins vegar á téðann Goncalves sem lét vaða í áttina að marki Arsenal frá miðjubogann og sveif boltinn yfir Aaron Ramsdale í marki Skyttanna.
Markið má sjá hér fyrir neðan en eins og staðan er núna er hún 1-1 í leiknum og 3-3 í einvíginu.
WHAT A GOAL
GOAL | Goncalves⚽️
Arsenal 1-1 Sporting CP#ARSSCP
pic.twitter.com/J2Ntr2Foeq— Halftime Football (@halftimefooty) March 16, 2023