fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Móðir Alberts tjáir sig eftir ákvörðun gærdagsins – „Forsenda liðsins eða forsenda nýs líf“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 07:53

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Forsenda – Hugarfar. Forsenda liðsins eða forsenda nýs líf,“ skrifar Kristbjörg Ingadóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og móðir Alberts Guðmundssonar leikmanns Genoa í færslu sem hún birtir á Facebook síðu sinni í gær. Unnusta Alberts deilir færslunni einnig á sínum miðlum.

Ástæða skrifanna er útskýring Arnars Þórs Viðarsson, landsliðsþjálfara Íslands á því að Albert er ekki í nýjasta landsliðshópi Íslands.

Arnar sagði að Albert væri ekki til í að vera í landsliðinu á sömu forsendum og aðrir leikmenn, ekki var það nánar útskýrt en líklega verður farið nánar í saumana á þessu máli á fréttamannafundi landsliðsins i dag.

„Atvinnumaðurinn er manneskja, manneskja eins og við öll en samt manneskja sem allir telja sig hafa rétt á að gagnrýna,“ skrifar Kristbjörg um stöðu mála.

Mynd/Anton Brink

Albert var ekki valinn í landsliðið síðasta haust og sagði Arnar þá að hugarfar Alberts hefði ekki verið gott, bæting þyrfti að verða á því svo Albert kæmi aftur til greina.

„Albert hefur í gegnum sinn atvinnumannaferil verið það lánsamur að hafa hingað til verið með þjálfara sem hafa leiðbeint honum. Veitt honum uppbyggilega gagnrýni og fundið leið til þess að hjálpa honum að verða betri leikmaður betri manneskja. Slíkur stuðningur myndar gagnkvæma virðingu og traust.“

„Það að hafa einhvern sem leiðbeinir þér aftur á rétta braut þegar þú ert aðeins á villigötum er ómetanlegt veganesti.“

Albert Guðmundsson. Mynd/Anton Brink

Kristbjörg rekur svo í færslu sinni að Albert hafi aðeins hitt mánaðar gamalt barn sitt í hálfan sólarhring. Hafi Albert þurft að horfa á fæðingu barnsins í gegnum síma en það fæddist á Íslandi.

„En er forsenda nýs lífs einskis virði í atvinnumannaumhverfi. Atvinnumaður færir oft miklar fórnir og er umhverfið oft ómanneskjulegt,“ skrifar Kristbjörg og endar pistil sinn á þessum orðum.

„Forsendur lífs eru allskonar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvissunni loks lokið

Óvissunni loks lokið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt athæfi – Áttaði sig ekki á að hann væri á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar og gerði þetta

Sjáðu stórfurðulegt athæfi – Áttaði sig ekki á að hann væri á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar og gerði þetta
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi
433Sport
Í gær

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur
433Sport
Í gær

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“
433Sport
Í gær

Segir að næsta tímabil verði hörmung ef Amorim lagar þetta ekki í hvelli

Segir að næsta tímabil verði hörmung ef Amorim lagar þetta ekki í hvelli