fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Stjarnan undrandi þegar hún vissi ekki hver hann var: Bað um nektarmyndir og var dónalegur – ,,Sendi mér móðgandi skilaboð“

433
Laugardaginn 14. október 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alyssa Jay, 27 ára gömul fyrir­sæta segir leik­mann enska úr­vals­deildar­fé­lagsins E­ver­ton hafa beðið sig um að senda sér nektar­myndir og þegar að hún hafi neitað þeirri beiðni hafi hann spurt hana hvort hún vissi ekki hver hann er.

Fyrirsætan segir umræddan leikmann, sem hún nefnir ekki á nafn, hafa beðið sig oft og mörgum sinnum að senda sér nektarmyndir í gegnum samfélagsmiðlaforritið Snapchat.

„Hann spurði mig hvort ég ætlaði mér ekki að senda sér myndir og ég svaraði því neitandi. Þá sagði hann á móti: ´Veistu í alvörunni ekki hver ég er?´ og spurði mig hvað ég héldi eiginlega að ég væri.“

Alyssa segir leikmanninn hafa brugðist ókvæða við neitun sinni.

„Hann var reiður og dónalegur við mig. Hann sendi mér móðgandi skilaboð og var sífellt að senda eitthvað á mig.“

Alyssa segist hafa kannast við leikmanninn.

„Ég sá hver hann var bara út frá Instagram reikningi hans en það þýddi ekki neitt fyrir mig. Ég tel vandamálið við suma knattspyrnumenn vera að stundum fer vald þeirra lóðbeint í hausinn á þeim.“

Fyrirsætan blokkaði leikmanninn í kjölfarið á beiðni hans og segir nú sögu sína í viðtali við DailyStar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miðasölu lýkur á mánudag

Miðasölu lýkur á mánudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt athæfi – Áttaði sig ekki á að hann væri á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar og gerði þetta

Sjáðu stórfurðulegt athæfi – Áttaði sig ekki á að hann væri á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar og gerði þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin