fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Evrópudeildin: Manchester United komst af miklu öryggi áfram í 8-liða úrslit – Feyenoord valtaði yfir Shakhtar Donetsk

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 19:42

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum af átta er lokið í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og hafa því að sama skapi fjögur lið tryggt sig áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Þar á meðal er enska félagið Manchester United sem hafði betur gegn Real Betis í einvígi liðanna.

Real Betis og Manchester United mættust í seinni leik sínum á Spáni í kvöld. Manchester United vann fyrri leik liðanna með fjórum mörkum gegn einu og þá hafði liðið einnig betur í kvöld. Það var Marcus Rashford sem skoraði eina markið í leik kvöldsins á 56. mínútu. Manchester United er því komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á samanlögðum 5-1 sigri.

Dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á morgun.

Önnur staðfest úrslit kvöldsins:

Fenerbache 1 – 0 Sevilla (Sevilla kemst áfram á samanlögðum 2-1 sigri)

SC Freiburg 0 – 2 Juventus (Juventus kemst áfram á samanlögðum 3-0 sigri)

Feyenoord 7 – 1 Shakhtar Donetsk (Feyenoord kemst áfram á samanlögðum 8-2 sigri)

Fjögur lið berjast um síðustu farmiðana í kvöld

Fjórum leikjum er ólokið í 16-liða úrslitum og hefjast þeir allir klukkan 20:00

Arsenal – Sporting (Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli)

Ferencváros TC – Bayer Leverkusen (Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Bayer Leverkusen)

Real Sociedad – Roma (Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Roma)

Royale Union Saint-Gilloise – Union Berlin (Fyrri leiknum lauk með 3-3 jafntefli)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miðasölu lýkur á mánudag

Miðasölu lýkur á mánudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt athæfi – Áttaði sig ekki á að hann væri á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar og gerði þetta

Sjáðu stórfurðulegt athæfi – Áttaði sig ekki á að hann væri á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar og gerði þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin