Fjórum leikjum af átta er lokið í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og hafa því að sama skapi fjögur lið tryggt sig áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Þar á meðal er enska félagið Manchester United sem hafði betur gegn Real Betis í einvígi liðanna.
Real Betis og Manchester United mættust í seinni leik sínum á Spáni í kvöld. Manchester United vann fyrri leik liðanna með fjórum mörkum gegn einu og þá hafði liðið einnig betur í kvöld. Það var Marcus Rashford sem skoraði eina markið í leik kvöldsins á 56. mínútu. Manchester United er því komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á samanlögðum 5-1 sigri.
Dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á morgun.
Önnur staðfest úrslit kvöldsins:
Fenerbache 1 – 0 Sevilla (Sevilla kemst áfram á samanlögðum 2-1 sigri)
SC Freiburg 0 – 2 Juventus (Juventus kemst áfram á samanlögðum 3-0 sigri)
Feyenoord 7 – 1 Shakhtar Donetsk (Feyenoord kemst áfram á samanlögðum 8-2 sigri)
Fjórum leikjum er ólokið í 16-liða úrslitum og hefjast þeir allir klukkan 20:00
Arsenal – Sporting (Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli)
Ferencváros TC – Bayer Leverkusen (Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Bayer Leverkusen)
Real Sociedad – Roma (Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Roma)
Royale Union Saint-Gilloise – Union Berlin (Fyrri leiknum lauk með 3-3 jafntefli)