Það er til alvarlegar skoðunar að reka Patrick Vieira úr starfi hjá Crystal Palace eftir tap gegn Brighton í gær.
Ekkert hefur gengið hjá Palace undanfarnar vikur og eru lærisveinar Patrick Vieira komnir í bullandi fallbaráttu.
Palace skorar lítið sem ekkert af mörkum og staðan hefur versnað undanfarnar vikur, liðið kemur varla skoti að marki andstæðingsins.
Steve Parish stjórnarformaður Palace er samkvæmt Guardian að skoða það að reka Vieira sem er á sínu öðru tímabili.
Palace hefur átt fast sæti í ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár en Vieira gæti fengið tækifæri til að bjarga starfinu gegn Arsenal um helgina.