Samkvæmt fréttum á Englandi eru allt að átta hópar í viðræðunum um að kaupa Manchester United. Viðræður eru komnar á formlegt stig.
Fjallað hefur verið um tilboð frá Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe en ekki er vitað hvaða aðilar eru einnig með í viðræðunum.
Samkvæmt frétt Telegraph eru hið minnsta tveir aðrir hópar sem munu á næstu dögum funda á Old Trafford um næstu skref.
Þá eru fjárfestingarsjóðir í Bandaríkjunum sem vilja fjármagna kaup á félaginu, sum vilja styðja Glazer fjölskylduna í að eiga félagið áfram.
Búist er við fundum á Old Trafford í þessari og næstu viku þar sem bókhaldið og fleira verður skoðað. Eftir það er búist við að viðræður fari á þriðja stig þar sem aðilar geta lagt inn lokatilboð sitt.
Telegraph segir að kaupverðið verði aldrei undir þeim 5 milljarða punda verðmiða sem Glazer vill fá. Komi ekki tilboð sem nær þeim verðmiða verði félagið varla selt.