Lággjaldaflugfélagið Ryanair er öflugt á samfélagsmiðlum og er alltaf stutt í grínið. Fórnarlamb þess í gær var Cristiano Ronaldo.
Ronaldo og félagar hans í Al-Nassr unnu 3-1 sigur á Abha í sádi-arabíska bikarnum í gær en Ronaldo var spjaldaður þegar flautað var til hálfleiks.
Portúgalinn taldi sig vera að sleppa í gegn og var því allt annað en sáttur. Hann sparkaði boltanum í burtu og fékk fyrir það gult spjald.
Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í janúar og hefur skorað átta mörk í átta leikjum auk þess að hafa lagt upp tvö mörk.
Hér að neðan má sjá skondna færslu Ryanair.
A few moments later: pic.twitter.com/9JvAH7affW
— Ryanair (@Ryanair) March 14, 2023