fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Mígandi tap á rekstrinum á Hlíðarenda – Rausnarleg gjöf kom í veg fyrir mikið tap í Kópavogi

433
Miðvikudaginn 15. mars 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild Vals á síðasta ári en tapið var í heild rúmar 74 milljónir á síðasta ári. Er þetta ansi mikil breyting á milli ára en rúmlega 51 milljónar króna hagnaður varð á rekstri Vals árið 2021.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Í tekjum Vals munar mestu um mikið fall í liðnum aðrar rekstrartekjur. Árið 2021 var sá tekjuliður að gefa Val tæpar 200 milljónir króna í vasann en árið 2022 var sá tekjuliður aðeins rétt rúmar 70 milljónir króna.

Fréttablaðið/Anton Brink

Launakostnaður knattspyrnudeildar Vals hækkar gríðarlega mikið á milli ára ef litið er til þess að tekjur deildarinnar drógust saman á milli ára. Rekstrargjöld deildarinnar á síðasta ári voru 394 milljónir, launakostnaður var 306 milljónir eða 77 prósent af öllum útgjöldum deildarinnar.

Hagnaður í Kópavogi:
Hagnaður var á rekstri knattspyrnudeildar Breiðabliks á árinu 2022 og nam hann rúmum 157 milljónum króna. Hagnaðurinn kemur þó til vegna þess að félagið fékk rausnarlega gjöf frá stuðningsmanni félagsins sem féll frá á síðasta ári

Rekstrargjöld Breiðabliks voru 746 milljónir á síðasta ári og eykst kostnaðurinn við deildina um 120 milljónir á milli ára.

Þar munar mestu um gríðarlegan kostnað við leikmenn, þjálfara og yfirstjórn. Breiðablik borgaði í laun og annan kostnað 531 milljón árið. Sá kostnaðarliður hækkar um 110 milljónir á milli ára.

Mynd/Helgi Viðar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KR sótti leikmann frá nágrönnunum

KR sótti leikmann frá nágrönnunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Í gær

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Fær það óþvegið frá stuðningsmönnum – Sjáðu hvað hann sagði við fréttamenn í gær

Fær það óþvegið frá stuðningsmönnum – Sjáðu hvað hann sagði við fréttamenn í gær
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi
433Sport
Í gær

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur