Ben Doak 17 ára gamall leikmaður Liveprool féll til jarðar eftir þung höfuðhögg í gær. Í yfirlýsingu Liveprool kemur fram að Doak sé við góða heilsu en vel verði fylgst með honum.
Atvikið átti sér stað snemma leiks gegn Sporting Lisbon en Doak fékk högg á höfuðið í baráttu um boltann
Doak lenti á löppunum en féll til jarðar og læknalið Liverpool var kallað til starfa.
Margir óttuðust það versta þegar Doak var í grasinu en skömmu síðar stóð hann á fætur og var leiddur af velli af læknaliði Liverpool.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Ben Doak… hope it's nothing serious… 😰 pic.twitter.com/hN9S2M1VQe
— farahwer 🌼 (@siwonvoice) March 14, 2023