Ríkharð Óskar Guðnason þáttastjórnandi Þungavigtarinnar spáði því að Erling Haaland yrði í vandræðum með Manchester City í vetur.
Spádóminn setti Ríkharð fram áður en tímabilið á Englandi fór af stað en samstarfsfélagi hans, Kristján Óli Sigurðsson rifjar þau upp í dag.
Sá norski tók þessu persónulega frá Rikka sem er mannlegur eftir allt saman. ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️
Vigtin droppar eftir leiki kvöldsins í CL. pic.twitter.com/tdXOsIwjzc— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 15, 2023
Haaland hefur skorað 39 mörk fyrir City á tímabilinu og skoraði meðal annars fimm mörk í sigri liðsins á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær.
„Ég held að hann floppi, ég held að þetta verði erfitt,“ sagði Ríkharð síðasta haust.
Kristján Óli Sigurðsson var ekki á sama máli og sagi „Ég ætla að hitamæla þig.“