Sir Alex Ferguson er mættur til að fylgjast með kappreiðunum í Cheltenham ásamt fjölda frægs fólks.
Manchester United goðsögnin var gripin í viðtal og þar var hann að sjálfsögðu spurður út í ensku úrvalsdeildina og titilbaráttuna þar.
United virðist hafa misst af lestinni hvað titilinn varðar en baráttan er hörð á milli Arsenal og Manchester City, þar sem Skytturnar hafa þó fimm stiga forskot.
„Hvort viltu að Arsenal eða Manchester City vinni deildina,“ spurði spyrillinn Ferguson.
„Ég hef ekki áhuga,“ svaraði Skotinn um hæl.
Eins og flestir vita náði Ferguson ótrúlegum árangri sem knattspyrnustjóri United, þar sem hann var í 26 ár.
Undir hans stjórn varð liðið þrettán sinnum Englandsmeistari, tvisvar sinnum Evrópumeistari og fimm sinnum bikarmeistari, svo eitthvað sé nefnt.