Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Brighton tók á móti Crystal Palace í erkifjendaslag.
Eina mark leiksins kom eftir stundarfjórðung þegar Solomon March skoraði. Lokatölur 1-0.
Þá tók Southampton á móti Brentford.
Ivan Toney skoraði fyrir Brentford á 32. mínútu og lengi vel virtist það ætla að vera eina mark leiksins.
Seint í uppbótartíma bætti Yoane Wissa hins vegar við marki fyrir gestina. Lokatölur 0-2.
Brighton situr í sjöunda sæti deildarinnar, stigi á undan Brentford sem er í því áttunda.
Palace er þá í tólfta sæti mep 27 stig en Southampton á botninum með 22.