Paris Saint-Germain vill fá Sergio Romos til að skrifa undir nýjan samning í frönsku höfuðborginni. Núgildandi samningur rennur út í sumar.
Ramos gekk í raðir PSG frá Real Madrid 2021 og getur hann farið frítt í sumar.
Félagið vill hins vegar framlengja við hann og er hann sagður opinn fyrir því að vera áfram samkvæmt spænskum miðlum.
Áhugi er á Ramos í Bandaríkjunum en þessi 36 ára gamli leikmaður er til í að vera áfram í Evrópu ef rétti samningurinn býðst.
Óvissa er með nokkrar stjörnur PSG fyrir sumarið. Samningur Lionel Messi er einnig að renna út og þá hafa Neymar og Kylian Mbappe verið orðaðir frá Parísarliðinu.