Enginn alvara er á bak við sögur um að Manchester United ætli sér að eltast við Harry Kane framherja Tottenham í sumar.
Sky í Þýskalandi segir frá og þeirra virtasti blaðamaður skrifar þar fréttina.
Kane hefur verið orðaður við United en í fréttum dagsins kemur fram að United hafi litla trú á því að Daniel Levy selji Kane. Framherjinn verður þrítugur í sumar en samningur hans rennur út eftir rúmt ár.
Florian Plettenberg segir að allur pakkinn við það að fá Kane sé dýr og líklega of dýr fyrir United.
Hann segir að miklu meiri líkur séu á því að United eltist við hinn öfluga Victor Osimhen framherja Napoli.