Lykilorðið á þessu tímabili Liverpool hefur verið óstöðugleiki. Football 365 vekur athygli á tölfræðimola sem styður þá fullyrðingu.
Liverpool situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig, sex stigum frá fjórða sæti.
Um helgina tapaði liðið 1-0 gegn Bournemouth en helgina áður höfðu lærisveinar Jurgen Klopp unnið 7-0 sigur á Manchester United.
Liverpool hefur unnið tvo risasigra á þessari leiktíð. Sá fyrri kom einmitt gegn Bournemouth í upphafi tímabils þegar liðið vann 9-0.
Liðið hefur skorað 47 mörk á tímabilinu og þýðir það að 34% þeirra hafa komið í leikjunum gegn United og Bournemouth.
Liverpool á enn möguleika á að ná Meistaradeildarsætinu eftirsótta, en þar situr nú Tottenham. Rauði herinn á tólf leiki eftir á tímabilinu.