Manchester United mun hefja samningsviðræður við Facundo Pellistri í næsta mánuði. Þetta segir Fabrizio Romano.
Pellistri er 21 árs gamall og gekk hann í raðir United haustið 2020.
Frá komu sinni hefur Úrúgvæinn tvisvar sinnum verið lánaður út, í bæði skiptin til Alaves.
Pellistri heillaði marga með innkomu sinni í leik United gegn Real Betis í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag. Félagið ætlar sér að framlengja við kantmanninn.
Þrátt fyrir þetta er talið að United ætli sér að lána Pellistri út á næstu leiktíð. Á Old Trafford er hins vegar litið á hann sem framtíðarmann.