Mikel Arteta hefur unnið 100 leiki í starfi sínu sem stjóri Arsenal en sigurhlutfall hans er það besta í sögu félagsins.
Arteta er á toppnum með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann tók við starfinu af Unai Emery sem getur verið stoltur af starfi sínu hjá Arsenal.
Allt bendir til þess að Arteta geri Arsenal að enskum meisturum á þessu tímabili en liðið er á gríðarlegu skriði.
Arteta hefur unnið 100 af 168 leikjum sínum sem stjóri Arsenal og státar af betra sigurhlutfalli en Arsene Wenger.