Eden Hazard leikmaður Real Madrid fær ekkert að spila hjá félaginu þrátt fyrir að vera einn launahæsti knattspyrnumaður í heimi.
Segja má að dvöl Hazard hjá Real Madrid hafi verið ein stór sorgarsaga, hann hefur verið mikið meiddur og lítið spilað.
Nú er svo komið að Carlo Ancelotti þjálfari liðsins er hættur að tala við Hazard sem þénar 470 þúsund pund í laun á viku. Hazard er með rúmar 320 milljónir íslenskra króna í mánaðarlaun frá Real Madrid.
Hazard sem er 32 árs gamall á rúmt ár eftir af samningi sínum hjá Madrid og dettur ekki í hug að fara, hann veit að þessi launapakki er ekki í boði á öðrum stöðum.
„Mig langar til þess að spila og sýna að ég sé enn með þetta,“ segir hinn 32 ára gamli Hazard.
„Fólk efast og það er eðlilegt. Ég ætlar mér samt að vera áfram á næsta tímabili. Þú veist aldrei hvað gerist en það er ekki minn hugur að fara annað í sumar.“
Hazard segir að hann og stjórinn Carlo Ancelotti ræði ekki saman.
„Það er virðing á milli mín og Ancelotti en ég ætla ekki að segja að við tölum saman, því við gerum það ekki.
Ég verð að virða Ancelotti fyrir það sem hann hefur gert á ferli sínum.“