Gary Lineker hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann var tímabundið leystur undan störfum hjá BBC en svo ráðinn á ný.
Lineker var settur til hliðar af BBC vegna ummæla sinna á Twitter um stefnu breskra yfirvalda í útlendingamálum en nú er búið að leysa málin og snýr hann aftur um næstu helgi. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum á eigin vettvangi.
Is this acceptable @Twitter @elonmusk? And I don’t mean the grammar. pic.twitter.com/fCVIIq3we2
— Gary Lineker 💙💛 (@GaryLineker) March 14, 2023
Sonur hans, George Lineker, hefur orðið fyrir aðkasti og fengið líflátshótanir eftir atvikin.
George sýndi frá þessu á Twitter og í kjölfarið merkti faðir hans Elon Musk, eiganda Twitter og spurði: „Er þetta ásættanlegt?“
Sem stendur hefur Musk ekki brugðist við spurningu Lineker. Lengi hefur verið kallað eftir því að tekið sé betur á aðkasti á samfélagsmiðlum.