Þrír Íslendingar eru í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni sem fram fór um helgina. Segja má að íslensku leikmennirnir séu að taka yfir í deildinni.
Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk í góðum sigri Lyngby en liðið undir stjórn Freys Alexanderssonar hefur unnið síðustu tvo leiki.
Kolbeinn Birgir Finnsson lagði upp eitt af mörkum Sævars en bakvörðurinn öflugi kemst einnig í lið umferðarinnar.
Mest spennandi knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir, Hákon Arnar Haraldsson hjá FCK er svo einnig í liði umferðarinnar.
Hákon skoraði eitt og lagði upp annað í öruggum sigri FCK á Horsens.