Manchester United er ekki að íhuga það alvarlega að krækja í Harry Kane í sumar. Þetta segir Florian Plettenberg á Sky Sports.
Kane, sem er stærsta stjarna Tottenham, hefur verið töluvert orðaður við United undanfarið.
Samningur enska landsliðsfyrirliðans í Norður-Lundúnum rennur út eftir næstu leiktíð og getur hann því farið frítt 2024.
Tottenham vill eðlilega halda leikmanninum og er til í að draga það inn á næsta tímabil að framlengja við hann, takist það ekki fyrr.
Plettenberg segir að heildarkostnaður þess að fá Kane muni líklega reynast United of dýr. Líklegra sé að félagið muni reyna við Victor Osimhen, sem hefur verið stórkostlegur fyrir Napoli á leiktíðinni.
Kane hefur einnig verið orðaður við Bayern.
❗️News #Kane: Been told that #MUFC is not seriously considering a transfer of Kane at this stage. The total financial package should be too expensive for the 29 y/o. #Osimhen is more attractive for ManUtd. And: No hot contact between Bayern & Kane at the moment. @SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/B5tOGsgNJq
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) March 14, 2023