Liverpool verður án Jordan Henderson þegar liðið heimsækir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Fyrirliði liðsins gat ekki ferðast með til Spánar í dag vegna veikinda sem nú herja á hann.
Henderson er 32 ára gamall en Liverpool tapaði fyrri leiknum 2-5 á Anfield og er staðan því verulega slæm fyrir strákana úr Bítlaborginni.
Liverpool tapaði gegn Bournemouth í deildinni um helgina þar sem Henderson byrjaði á meðal varamanna.
Allar líkur eru á því að hann hefði byrjað á Santiago Bernabeu ef heilsan hefði leyft honum.