Eden Hazard er úti í kuldanum hjá Real Madrid.
Belginn var keyptur dýrum dómum frá Chelsea árið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í spænsku höfuðborginni.
Á þessari leiktíð hefur Hazard aðeins spilað sjö leiki. Í þeim hefur hann skorað eitt mark og lagt upp eitt.
Samningur Hazard rennur út eftir næstu leiktíð og vill félagið losna við hann. Hann er hins vegar með himinnhá laun og getur hugsað sér að sitja út samninginn.
„Mig langar til þess að spila og sýna að ég sé enn með þetta,“ segir hinn 32 ára gamli Hazard.
„Fólk efast og það er eðlilegt. Ég ætlar mér samt að vera áfram á næsta tímabili. Þú veist aldrei hvað gerist en það er ekki minn hugur að fara annað í sumar.“
Hazard segir að hann og stjórinn Carlo Ancelotti ræði ekki saman.
„Það er virðing á milli mín og Ancelotti en ég ætla ekki að segja að við tölum saman, því við gerum það ekki.
Ég verð að virða Ancelotti fyrir það sem hann hefur gert á ferli sínum.“