Erling Haaland framherji Manchester City fór á kostum þegar liðið vann 7-0 sigur á RB Leipzig í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Haaland skoraði þrennu í fyrri hálfleik en eitt af mörkunum kom af vítapunktinum.
Ilkay Gundogan kom City í 4-0 áður en Haaland bætti við tveimur mörkum og skoraði þar með mörkin fimm. Það var svo Kevin de Bruyne sem bætti við sjöunda markinu með geggjuðu skoti.
City vinnur einvígið 8-1 og er komið í átta liða úrslit. Þangað er einnig Inter komið eftir markalaust jafntefli í Portúgal.
Inter vann fyrri leikinn gegn Porto 1-0 og er því komið áfram í pottinn en dregið er í átta liða úrslit á föstudag.