Það er ekki ólíklegt að Tottenham versli sér nýjan markvörð í sumar. Hinn 36 ára gamli Hugo Lloris er komin yfir sitt léttasta skeið.
Samningur Lloris rennur út eftir næstu leiktíð en hann gæti farið strax í sumar.
Jordan Pickford hefur verið orðaður við Tottenham, þrátt fyrir að enski landsliðsmarkvörðurinn hafi nýverið skrifað undir nýjan samning við Everton.
Þá kemur það fram víða að Emiliano Martinez sé á blaði hjá Tottenham.
Martinez er fyrrum markvörður Arsenal og yrðu það því áhugaverð skipti.
Tottenham er sem stendur í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Framtíð knattspyrnustjórans Antonio Conte er óljós, en samningur hans rennur út í sumar.