Marley Blair er snúinn aftur til Keflavíkur og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild karla.
Félagið stafestir þetta og gerir kantmaðurinn samning út leiktíðina.
Hinn 23 ára gamli Blair lék með Keflvíkingum 2021 en var ekki með liðinu í fyrra.
Hann hefur leikið með yngri liðum Liverpool og Burnley.
„Marley Blair og Keflavík hafa gert samkomulag um að Marley spili með okkur þetta tímabil. Marley hitti hópinn í æfingaferðinni og hefur æft vel með þeim þar. Marley missti því miður af síðasta tímabili og erum við spennt að sjá hann aftur hjá okkur,“ segir meðal annars í tilkynningu Keflvíkinga.
Blair spilaði tólf leiki og skoraði eitt mark í efstu deild 2021.
Marley Blair kemur aftur ⚽️💙 Marley snýr aftur til okkar eftir að hafa misst af síðasta tímabili. Við hlökkum til að fá hann til okkar…#sannurkeflvikingur pic.twitter.com/BZr7EJpPUh
— Keflavík Fc (@FcKeflavik) March 14, 2023