Rio Ferdinand hjólar í Jamie Carragher og Graeme Souness fyrir að reyna að stuða Gary Neville og Roy Keane eftir 7-0 sigur Liverpool á Manchester United á dögunum.
Liverpool vann ótrúlegan 7-0 sigur á United en tapaði svo næsta leik gegn Bournemouth um síðustu helgi, 1-0.
„Þetta er hugarfar hjá litlu félagi,“ segir United-goðsögnin Ferdinand um hegðun Carragher og Souness eftir stórsigur Liverpool á United á dögunum.
„Hvernig Souness og Carragher fögnuðu, hvernig þeir reyndu að stuða Roy Keane og Gary Neville, svo gerir þeirra lið þetta um helgina (tapar fyrir Bournemouth).
Þeir ættu að skammast sín.“
Tap Liverpool þýðir að Liverpool er sex stigum frá fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.