Brotist var inn á heimili Mohamed Salah í Egyptalandi um helgina en fjallað er um málið í erlendum miðlum í dag.
Þjófarnir sem brutust inn á heimili Salah í heimalandi hans höfðu þó ekki mikið upp úr innbrotinu.
Lögreglan í Tagamoa sem er réttan utan við Kaíró segja að aðeins tæki fyrir kapalsjónvarp hafi horfið úr húsinu.
Sagt er frá því að glæpamennirnir hafi reynt að hafa gaskút á brott með sér en hann reyndist þeim of þungur.
Aðili úr fjölskyldu Salah lét vita fa innbrotinu þegar hann tók eftir því að gluggi var opinn á húsinu. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.