Þingmenn breska Íhaldsflokksins gagnrýna BBC harkalega í kjölfar þess að deila stofnunarinnar við Gary Lineker var leyst og honum leyft að mæta aftur á skjáinn.
Lineker var settur til hliðar af BBC vegna ummæla sinna á Twitter um stefnu breskra yfirvalda í útlendingamálum en nú er búið að leysa málin og snýr hann aftur um næstu helgi. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum á eigin vettvangi.
Lineker þurfti ekki að biðja BBC afsökunar áður en hann sneri aftur til starfa.
„Þessi ömurlega uppgjöf er upphafið á því að fólk hætti að þurfa að borga leyfisgjaldið,“ segir Philip Davies.
„Þetta lítur út eins og algjör uppgjöf hjá BBC og sáttmáli um siðareglur og óhlutdrægni hefur verið settur í ruslið,“ segir Marco Longhi.
Tom Hunt segir þá Lineker hafa móðgað milljónir manna sem sjá um að borga laun hans.
Hinn umdeildi Jacob Rees-Mogg lagði einnig orð í belg.
„Vandamálið er að BBC er ríkisstofnun sem er rekin á skattpeningum. Ef hún væri það ekki þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af óhlutdrægni stöðvarinnar.“