Tottenham hefur ekki einn einasta áhuga á að selja Harry Kane í sumar en samningur hans rennur út eftir rúmt ár.
David Ornstein hjá The Athletic segir frá því að Tottenham sé byrjað að ræða nýjan samning við Kane en viðræður séu ekki farnar á fullt.
Ornstein segir að Tottenham sé tilbúið að hleypa Kane inn á síðasta ár sitt á samningi og halda viðræðum áfram.
Kane hefur verið orðaður við önnur félög undanfarnar vikur en Manchester United hefur verið nefnt til sögunnar.
Ornstein segir að Tottenham muni gera allt til þess að fá Kane til að skrifa undir nýjan samning og að viðræður fari fljótlega á fulla ferð.
🚨 Tottenham determined to extend Harry Kane contract + prepared to continue efforts into next season (last year of existing deal) if necessary. Initial dialogue has taken place but nothing advanced. #THFC not even considering sale at moment @TheAthleticFC https://t.co/7eDZ4EbTJj
— David Ornstein (@David_Ornstein) March 13, 2023