Knattspyrnumaðurinn Olivier Giroud var í sjónvarpsþætti í heimalandinu Frakklandi á dögunum. Þar kom bróðir hans fyrir.
Hjartnæmt myndband birtist með Romain Giroud, bróður Olivier.
„Fyrir mér ertu besti leikmaður í heimi. Ég hef aldrei sagt þér það en vegna þín hefur mér tekist að komast áfram með minn feril,“ sagði Romain í myndbandinu, en hann starfar sem næringarfræðingur.
Olivier, sem nú leikur með AC Milan en á að baki feril með Arsenal og Chelsea, táraðist.
Það var hins vegar ekki það sem vakti mesta athygli áhorfenda. Það var það hversu ótrúlega líkir bræðurnir eru.
Nokkrir voru vissir um að þarna væri um að ræða Olivier sjálfan með hárkollu.
Þó er Romain níu árum eldri og sést aldursmunurinn nokkuð vel.
Myndbandið sem um ræðir er hér að neðan.
„Pour moi, tu es le meilleur joueur du monde. Je ne te l’ai jamais dit, mais à travers toi, j’ai fait la carrière que je n’ai jamais réussi à faire“ 🥹
Quand Olivier Giroud découvre le message plein d’émotions de son frère (@BarniaudSeb) pic.twitter.com/c84Pj4x33a
— Téléfoot (@telefoot_TF1) March 12, 2023