Óskarsverðlaunahátíðin var haldin í gær en leikmenn Englandsmeistara Manchester City veittu sín eigin verðlaun.
Jack Grealish og Erling Braut Haaland ákváðu aðeins að grínast í liðsfélaga sínum Ruben Dias.
„Þessi verðlaun eru fyrir Ruben Dias fyrir að vera mesti svikarinn. Hann er í líkamsræktarsalnum fjórum sinnum á dag en maður sér aldrei neitt,“ sagði Grealish léttur í myndbandi sem þeir félagar gerðu.
„Muniði þegar við vorum að spila á móti Dortmund og hann var étinn af þessum hér,“ hélt Grealish áfram og beindi myndavélinni að Haaland.
„Já maður. Hann er alltaf í líkamsræktarsalnum. Hvar er árangurinn?“ spurði Haaland áður en verðlaunin voru afhent.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Haaland and Grealish duo is just another level shithousery😭😭😭 pic.twitter.com/7loz9ttOO0
— 17_9 (@SaymSZN) March 12, 2023