Netverjar eru á sama máli um að leikaraskapur Max Aarons leikmanns Norwich um helgina hafi verið skammarlegur.
Aarons féll þá til jarðar með tilþrifum þegar Norwich og Sunderland mættust í næst efstu deild á Englandi.
Aarons sem er hægri bakvörður féll til jarðar án þess að nokkur snerting ætti sér stað.
Þessi öflugi hægri bakvörður hefur oft verið undir smásjá stórliða og árið 2020 reyndi Barcelona að kaupa hann en Norwich hafnaði tilboðinu.
Leikaraskap Aarons um helgina má sjá hér að neðan.
— Nick Pope (@Nick_Pope22) March 12, 2023