Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, birti skemmtilega mynd úr klefanum eftir sigur liðsins í gær.
Arsenal vann afar sannfærandi 0-3 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær og endurheimti fimm stiga forskot sitt á toppnum.
Eftir leik birti Zinchenko mynd úr klefanum þar sem hann var ber að ofan.
Vakti þetta umtal á Instagram.
„Ég vissi ekki að Zinchenko væri svona massaður,“ skrifaði einn.
Annar sagði: „Ef ég á að vera hreinskilinn hef ég alltaf haldið að hann væri svolítið grannur. Hann er svakalegur.“
Einn grínaðist svo. „Hvaða líkami er þetta á Zinchenko?“