Tveir íslenskir landsliðsmenn voru á ferðinni með sínum félögum í heimsfótboltanum í kvöld.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Al Arabi sem vann 0-1 sigur á Al-Gharafa í katarska boltanum.
Eina mark leiksins gerði Youssef Msakni á 38. mínútu.
Al Arabi þurfti svo að spila manni færri frá 67. mínútu en hélt út.
Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Al-Duhail.
Í dönsku úrvalsdeildinni lék Mikael Neville Anderson nær allan leikinn með AGF í 1-3 sigri á Randers.
Fyrstu tvö mörk liðsins gerðu þeir Mikkel Duelund og Patrick Mortensen sitt hvoru megin við hálfleikinn. Sigurd Haugen skoraði svo í blálokin.
AGF situr í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig.