Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur útskýrt af hverju Wout Weghorst spilar alla leiki fyrir félagið þessa dagana.
Weghorst kom til Man Utd á láni í janúar og hefur síðan þá verið reglulegur byrjunarliðsmaður á Old Trafford.
Margir hafa furðað sig yfir því af hverju Weghorst byrji alla leiki en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í öllum keppnum.
Ten Hag bendir á að Hollendingurinn sé í frábæru líkamlegu standi og sé fær um það að taka þátt í öllum leikjum liðsins.
,,Hann er í líkamlegu standi til að spila marga leiki, hann er í frábæru formi,“ sagði Ten Hag.
,,Ég býst við að hann muni spila mikið en augljóslega þá er Anthony Martial meiddur og það er aðal ástæðan fyrir því að hann spilar alla leiki frá byrjun til enda.“