Willian, leikmaður Fulham, sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Arsenal árið 2020 eftir langa dvöl hjá Chelsea.
Willian segir sjálfur frá þessu en hann lék aðeins með Arsenal í eitt ár og fór svo til heimalandsins Brasilíu og samdi svo við Fulham.
Það gek ekkert upp hjá Willian í treyju Arsenal en hann skoraði aðeins eitt mark í 25 deildarleikjum á einu tímabili. Fyrir það hafði hann leikið með Chelsea í sjö ár.
,,Auðvitað er auðvelt fyrir mig að segja þetta í dag en þegar ég hugsa um stöðuna þá segi ég við sjálfan mig: ‘Ég vildi óska þess að ég hefði aldriei farið þaðan,’ sagði Willian.
,,Svona er lífið. Ég er ánægður hjá Fulham í dag og nýt lífsins. Svona getur lífið virkað.“
,,Arsenal er í miklum gír í dag. Það breyttist svo margt fyrir mig, ég var spenntur þegar ég skrifaði undir. Ég lagði mig hart fram á æfingum en þetta gekk bara ekki up.“