Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, er virkilega óánægður með frammistöðu dómarana í La Liga.
Vinicius segir að leikmenn komist upp með of mikið á meðan hann fær spjald fyrir sitt fyrsta brot.
Vinicius kvartaði yfir þessu í gær eftir leik við Espanyol en hann skoraði þar í 3-1 sigri og fékk einnig gult spjald.
,,Þegar mótherjarnir brjóta, þá fá þeir ekki gult spjald. Þegar ég brýt af mér í fyrsta sinn þá fæ ég gult spjald,“ sagði Vinicius.
,,Ég vil ekki að þeir verndi mig, ég vil að þeir dæmi á það sem þarf að dæma á. Þeir brjóta af sér 15 sinnum og fá gult spjald á 89. mínútu.“