Lyngby vann magnaðan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Midtjylland.
Sigurinn kemur mörgum á óvart en Lyngby er á botni A deildarinnar í Danmörku en hefur verið á uppleið undanfarið.
Sævar Atli Magnússon var maður leiksins í dag en hann skoraði tvö mörk er Lyngby vann 3-1 sigur.
Tvær íslenskar stoðsendingar litu þá dagsins ljóss en Kolbeinn Finnsson lagði upp seinna markið á Sævar og stuttu seinna lagði Alfreð Finnbogason upp þriðja markið.
Lyngby gefst ekki upp í fallbaráttunni en liðið er með 15 stig eftir 21 leik og fer í neðra umspilið.