Sterkasti knattspyrnumaður sögunnar, Adebayo Akinfenwa, er hættur við að hætta og er mættur aftur.
Þetta var staðfest í gær en Akinfenwa hefur gert samning við Faversham Town í ensku utandeildinni.
Akinfenwa hefur lengi verið kallaður ‘The Beast’ eða skrímslið en hann lagði skóna á hilluna í fyrra.
Hann hafði þá leikið með Wycombe Wanderers í ensku þriðju deildinni en hætti eftir tap gegn Sunderland í umspilsleik um að komast í næst efstu deild.
Akinfenwa er fertugur að aldri og gat ekki haldið sig frá íþróttinni og gerir samning við fallbaráttuliðið út tímabilið.