Fyrirsætan Jessica Goicoechea gerði allt brjálað á samskiptamiðlum á föstudag er hún mætti á Idolo verðlaunahátíðina.
Jessica er vel þekkt á meðal knattspyrnuaðdáenda en hún er fyrrum kærasta varnarmannsins Marc Bartra sem gerði garðinn frægan með Barcelona.
Jessica var mjög djörf í fatavali sínu en hún var nánast berbrjósta sem vakti gríðarlega athygli fjölmiðla erlendis.
Samkvæmt miðlum ætlaði hún ekki að vera svo djörf og að mistök hefðu verið gerð í búningsherberginu.
Jessica hefur fengið töluverða gagnrýni fyrir klæðaburðinn og er bent á að börn fylgist með í sjónvarpi sem og á samskiptamiðlum.
,,Þú getur ekki látið sjá þig svona, barnið mitt er að fylgjast með,“ skrifar einn foreldri og bætir annar við: ,,Eins falleg og þú ert þá ertu að fara yfir strikið.“
Það er í raun óþarfi að útskýra málið nánar en myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli.