Það voru tveir svakalegir leikir spilaðir í Serie A í kvöld en stórlið Juventus og Roma voru í eldlínunni.
Juventus vann 4-2 heimasigur á Sampdoria þar sem Adrien Rabiot var maður leiksins og gerði tvö mörk.
Sampdoria tókst að jafna metin í 2-2 eftir að hafa lent undir en Juventus sneri blaðinu við með tveimur mörkum í seinni hálfleik.
Roma tapaði þá óvænt heima gegn Sampdoria þar sem heil sjö mörk voru skoruð.
Roma tapaði þessum leik 4-3 og mistókst að komast í Meistaradeildarsæti á nýjan leik. Liðið er með jafn mörg stig og AC Milan sem situr í fjórða sæti og tveimur stigum minna en Lazo sem er í því þriðja.
Þess má get að Roma spilaði manni færri allan seinni hálfleikinn eftir rauða spjald Marash Kumbulla.
Juventus 4 – 2 Sampdoria
1-0 Bremer
2-0 Adrien Rabiot
2-1 Tommaso Augello
2-2 Filip Djuricic
3-2 Adrien Rabiot
4-2 Matias Soule
Roma 3 – 4 Sassuolo
0-1 Armand Lauriente
0-2 Armand Lauriente
1-2 Nicola Zalewski
1-3 Domenico Berardi(víti)
2-3 Paulo Dybala
2-4 Andrea Pinamonti
3-4 Georginio Wijnaldum