Söngkonan Shakira samdi nýlega lag þar sem hún skýtur föstum skotum á fyrrum eiginmann sinn, Gerard Pique.
Shakira og Pique voru saman í mörg ár en eru nú skilin eftir 11 ár. Skilnaðurinn endaði illa og hefur söngkonan vakið heimsathygli undanfarna mánuði.
Shakira hefur verið dugleg að skjóta á Pique í nýjustu lögum sínum og flutti eitt af þeim í fyrsta sinn í beinni í þætti Jimmy Fallon.
Hún þótti líta stórglæsilega út er hún flutti lagið en hún gerði það í sameiningu með tónlistarmanninum Bizzarp.
,,Ég hef þurft að ganga í gegnum svo mikið kjaftæði,“ sagði Shakira við Fallon er hún ræddi lagið.
Flutninginn má heyra hér fyrir neðan.