Steven Gerrard, fyrrum stjóri Rangers og Aston Villa, er sagður vera mættur til Tyrklands og gæti verið að taka við félagi þar í landi.
Um er að ræða félagið Trabzonspor en hann var rekinn frá Villa í október eftir erfiða byrjun í deildinni.
Gerrard er 42 ára gamall og er þekktastur fyrir tíma sinn sem leikmaður Liverpool og enska landsliðsins.
Samkvæmt Karar í Tyrklandi er Gerrard númer eitt á óskalista Trabzonspor og er mættur til landsins til að ræða kaup og kjör.
Trabzonspor ákvað að reka Abdullah Avci á dögunum eftir tap gegn botnliði Umraniyespor en liðið situr í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar.