Bastian Schweinsteiger hefur sagt frá ansi skemmtilegri sögu frá tíma sínum hjá Manchester United.
Schweinsteiger átti ekki frábæra tíma í Manchester en hann gerði áður garðinn frægan sem leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi.
David de Gea, markmaður Man Utd, vildi fá að vita hvort hann væri betri markmaður en Manuel Neuer, markmaður Bayern, og einn sá besti í sögunni.
Schweinsteiger harðneitaði að Spánverjinn væri betri í markinu en landi sinn sem gerði De Gea reiðan í fleiri en eitt skipti.
,,Þegar ég kom fyrst til Manchester United þá bað De Gea mig um að segja að hann væri betri en Neuer,“ sagði Schweinsteiger.
,,Ég svaraði neitandi, að hann væri í öðrum gæðaflokki. Hann var mjög reiður en ég náði að útskýra af hverju.“
,,Í hvert sinn sem hann átti góðan leik þá spurði hann mig sömu spurningu. Ég svaraði alltaf eins, að hann væri ekki í sama flokki.“