Fyrrum enska úrvalsdeildarfélagið Wigan á í hættu á að missa stig í ensku Championship deildinni.
Liðið hefur verið í vandræðum með að borga bæði leikmönnum og starfsfólki laun og gæti átt von á refsingu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wigan fær aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu en þetta er fjórði mánuðurinn þar sem félaginu mistekst að borga laun.
Talið er að þrjú stig verði tekin af félaginu sem er mikill skellur enda Wigan í mikilli fallbaráttu.
Wigan er á botninum með 32 stig og er heilum sex stigum frá öruggu sæti þegar tíu leikir eru eftir.