Stórfurðulegt atvik átti sér stað í ensku fjórðu deildinni í gær er Bradford og Newport County áttust við.
Markmaðurinn Harry Lewis hefði með öllu átt að fá beint rautt spjald fyrir að grípa boltann langt fyrir utan teig.
Dómari leiksins ákvað hins vegar aðeins að gefa Lewis gult spjald sem kom mörgum verulega á óvart.
Línur höfðu verið teiknaðar á völl Newport eftir rúgbí viðureign og ruglaðist markmaðurinn verulega og greip því boltann.
Sjón er sögu ríkari.
Slightly lucky 😭 pic.twitter.com/E5sS1C6HOT
— AlfieBCAFC (@Alfie_BCAFC) March 11, 2023