Danny Welbeck, leikmaður Brighton, gerði garðinn frægan sem leikmaður bæði Manchester United og Arsenal.
Welbeck hefur nefnt besta leikmanninn sem hann lék gegn á ferlinum og kemur svarið einhverjum á óvart.
Svar Welbeck er vængmaðurinn Eden Hazard sem lék með Chelsea frá 2012 til 2019 en samdi svo við Real Madrid þar sem ekkert hefur gengið upp.
Hazard var lengi einn allra besti ef ekki besti leikmaður úrvalsdeildarinnar og fær hér mikið hrós frá Welbeck sem hefur mætt mörgum stórstjörnum í gegnum tíðina.
,,Besti leikmaður sem ég hef spilað gegn, ég verð að segja Eden Hazard,“ sagði Welbeck.
,,Þegar hann var hjá Chelsea var hann ótrúlegur. Hans jafnvægi, snerpa, hreyfingar, það var ekki hægt að spila gegn honum á tímum.“