Tottenham ætti að reka knattspyrnustjóra sinn Antonio Conte sem fyrst til að bjarga tímabilinu.
Þetta segir Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, en Antonio Conte er stjóri liðsins og hefur verið orðaður við sparkið.
Tottenham er orðað við sinn fyrrum þjálfara Mauricio Pochettino sem var rekinn árið 2019 og tók síðar við Paris Saint-Germain.
Merson telur að Tottenham sé ekki að fara neitt undir stjórn Conte og að það væri best að breyta til sem fyrst.
,,Hver er tilgangurinn í að halda Antonio Conte? Viltu ná topp fjórum eða ekki?“ sagði Merson.
,,Tottenham er úr leik í tveimur keppnum og það eru 15 ár síðan liðið vann síðast titil. Ég er ekki hrifinn af því að reka þjálfara því þetta eru manneskjur en á sama tíma þarftu að breyta til.“
,,Ég myndi gera það núna því Tottenham er stórt knattspyrnufélag og eru á engri leið.“