Jose Mourinho, stjóri Roma, öfundar önnur félög í Evrópu og þá sérstaklega lið Bayern Munchen.
Roma er komð í næstu umferð Evrópudeildarinnar eftir sigur á Real Sociedad í vikunni. Leiknum lauk 2-0.
Mourinho ákvað hins vegar að kvarta í fjölmiðla fyrir helgi og nefnir breiddina sem stórlið Bayern Munchen er með.
Bayern er komið í næstu umferð Meistaradeildarinnar eftir sigur á Paris Saint-Germain og vann þar einvígið samanlagt, 3-0.
,,Gegn Paris Saint-Germain þá var Bayern Munchen með Serge Gnabry, Sadio Mane og Leroy Sane á bekknum,“ sagði Mourinho.
,,Aðeins einn af þessum leikmönnum væri nóg fyrir mig. Ef það væri staðan hefði ég getað tekið Paulo Dybala af velli og kannski skorað annað mark.“